Tveggja tíma ferð þar sem þú upplifir umhverfi Ísafjarðar á spennandi og skemmtilegan hátt.
Keyrt er í gegnum bæinn áleiðis að fjallinu þar sem farið er eftir malarvegi inn fjörðinn. Þá er farið niður í fjöru og þaðan upp annað fjall. Farið er eftir malarvegi upp á Breiðadalsheiði og alla leið upp á Þverfjall þaðan sem útsýnið yfir Skutulsfjörðinn er stórkostlegt og einnig er hægt að sjá yfir í næstu firði. Í bakaleiðinni er farið í gegnum Tunguskóg.
Frábær leið til að upplifa Ísafjörð og umhverfi hans á nýjan og öðruvísi hátt. Ef það er mjög skýjað er farið inn í Engidal og upp að Fossavatni.
Nánar