Við bjóðum uppá tveggja tíma ferðir tvisvar á dag, en einnig er hægt að panta styttri eða lengri ferðir eftir óskum.
Í tveggja tíma ferð upplifir fólk umhverfi Ísafjarðar á spennandi og skemmtilegan hátt.
Ferðin hefst niður í bæ þar sem leiðsögumaðurinn kennir á hjólin og farið er yfir öll öryggisatriði.
Farið er eftir malarvegi upp á Breiðadalsheiði og alla leið upp á Þverfjall þaðan sem útsýnið yfir Skutulsfjörðinn er stórkostlegt og einnig er hægt að sjá yfir í næstu firði. Í bakaleiðinni er farið í gegnum Tungudal.
Frábær leið til að upplifa Ísafjörð og umhverfi hans á nýjan og öðruvísi hátt.
Stoppað er eftir óskum til að taka myndir.
Hjólin eru fyrir 1-2 farþega
Hjólin eru sjálfskipt og mjög auðvelt að aka þeim
Allt sem þarf er ökuskírteini
Innifalið: leiðsögumaður, hjálmar, heilgallar og hanskar
Ef þú hefur ekki mikinn tíma en langar að sjá allt er fjórhjólaferð frábær leið til þess.
Mæting: Á starfsstöð okkar við Æðartanga 10 á bakvið Húsasmiðjuna.
Brottfarir: 10 og 14. Hægt er að hafa samband ef óskað er eftir öðrum brottfarartímum. Gott er að mæta 15 mínútum fyrir brottför
Aldur: Ökumaður með ökuskírteini, farþegar mega ekki vera yngri en 14 ára
Hópastærð: Hámarksfjöldi er 14 farþegar
Lengd ferðar: 2 klukkustundir
Hægt er að óska eftir styttri eða lengri sérhönnuðum ferðum